Kæri harmonikuunnandi.
Nú fer að styttast í Harmonikuhátíðina að Borg.
“Nú er lag”, verður með hefðbundnu sniði en heiðursgestirnir í ár eru þær Ásta
Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Björdal en þær halda tónleika
laugardaginn 3. ágúst kl. 14:00. Þær hafa stundað nám í Noregi undanfarin ár og
komið fram sem dúett við miklar vinsældir. Þær munu einnig leika fyrir dansi á
laugardagskvöldið. Öll verð eru óbreytt frá í fyrra.
Kær kveðja
Stjórn og skemmtinefnd FHUR

Símar mótsstjórnar 696 6422 / 894 2322 / 864 8539

Dagskrá

Föstudagur 2. ágúst

Mótsgestir mæta eftir hentugleikum og FHUR sér um innheimtu á mótsgjaldi frá
föstudegi til mánudags. Staðarhaldarar rukka fyrir tjaldsvæðið.

Kl. 21:00 Samkomugestir hittast í félagsheimilinu á Borg. Hljóðfæraleikarar stilla saman strengi

í leit að rétta tóninum. Hitað upp fyrir helgina og allir skemmta sér.

Kl. 24:00 Dagskrá lokið í félagsheimilinu.

Laugardagur 3. ágúst

Egg og bacon á betri bæjum ásamt harmonikutónum í bland.
Kl. 14:00 Tónleikar Ástu Soffíu og Kristine Björdal í félagsheimilinu á Borg.

Kl. 16:00 Samspil á svæðinu. Öll tiltæk hljóðfæri. Markaður á Borg og harmonikusölu-
sýning EG tóna í íþróttahúsinu

Kl. 21:00 Dansleikur í félagsheimilinu – góðir dansspilarar, þar á meðal Ásta Soffía og Kristine.
Kl. 01:00 Dansleik lokið

Sunnudagur 4. ágúst

Egg og bacon á betri bæjum ásamt harmonikutónum í bland.
Kl. 14:00 Markaður og harmonikusölusýning EG tóna í íþróttahúsinu.
Kl. 15:00 Frjáls tími, spilað, sungið og spjallað. Ef veður verður vott og ekki að okkar skapi

förum við inn í félagsheimilið.

Kl. 21:00 Dansleikur í félagsheimilinu – góðir dansspilarar.
Kl. 24:00 Dansleik lokið.

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Engin áfengissala er í Félagsheimilinu á Borg.
Hægt er að greiða með greiðslukortum.
Mótsgjald: Kr. 7.500.-, armband á alla viðburði.

Staðarhaldarar rukka fyrir tjaldsvæði. Kr. 1200.- pr mann pr nótt, en kr. 1000.-
fyrir eldri borgara. Greitt er sérstaklega fyrir rafmagn.
Dansleikir: Kr. 3.000.-, nema föstudag og sunnudag, þá kr. 2500.-.
Tónleikar: Kr. 2.000.-.

Deila