Hin árlega harmonikuhátíð H.F.Þ. & F.H.U.E. verður
haldin að Ýdölum í Aðaldal 26. – 28. júlí
Viðburðir föstudag:
16:00 – Dansnámskeið með léttum hóp- og skiptidönsum
90 mínútna dansnámskeið. Leiðbeinendur eru
Gunnar Smári Björgvinsson og Margrét Brynjólfsdóttir.
Skráning á staðnum.
21:00 – 01:00 – Dansleikur
Félagar og vildarvinir munu leika fyrir dansi
af sinni alkunnu snilld.
Viðburðir laugardag:
13:30 – Tónleikar og vöfflukaffið á sínum stað
Fram koma félagar ásamt Stórsveit F.H.U.E.
18:00 – Sameiginlegt grill
21:00 – Happdrætti með veglegum vinningum
Síðast seldust miðarnir hratt upp svo það er um að gera að tryggja sér
miða strax á föstudeginum.
22:00 – 02:00 – Dansleikur
Félagar og vildarvinir munu leika fyrir dansi
af sinni alkunnu snilld.
Samsöngur og samspil – Allir að taka nikkurnar með
Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að taka þátt í undirleik á
dansnámskeiðinu, einfaldar og skemmtilegar laglínur.