8.8 C
Reykjavík
Sunnudagur 16. júní,2019

Nú er lag á Borg

Hin árlega harmonikuhátíð FHUR verður haldin á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina 4.-7.ágúst.

Á Borg eru góð hjólhýsastæði, stór danssalur, glæsileg sundlaug, verslun, góðir harmonikuleikarar og vonadni jafn gott veður.

Glæsileg dagskrá alla helgina, dansleikir, tónleikar, markaður, harmonikukynning EG tóna og ýmislegt fleira.

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík
Símar 894 2322, 6966422 og 6941650

Ýdalir 2017

Hin árlega Breiðumýrarhátíð H.F.Þ og F.H.U.E 2017 verður nú haldin að Ýdölum í Aðaldal 28.-30.júlí.

Hátíðin hefst föstudagskvöldið 28.júlí með dansleik kl.22:00-02:00. Á laugardaginn 29.verða tónleikar kl.14:00 þar sem fram koma harmonikuleikarar víða að. Um kvöldið verður svo sameiginlegt grill og endað á dansleik frá kl.22:00 til 02:00 – Nýr staður sama fjörið.

Stjórnir H.F.Þ og F.H.U.E.

Fannahlíðarhátíðin 2017

Spilað, spjallað og dansað föstudag og laugardag frá átta til miðnættis.

Svenni, Þórleifur, Gestur og Geir, Vindbelgirnir og margir fleiri leika fyrir dansi.

Tónleikar á laugardag.
Upplýsingar:
Siggi í síma 892 5900,
Svenni í síma 899 1161
Geir í síma 431 2140.

Nefnd áhugasamra harmonikuunnenda um harmonikuhátíð í Fannahlíð

Harmonikuhátíð á Laugarbakka í Miðfirði.

Harmonikufélagið Nikkólína í Dalasýslu og Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum halda harmonikuhátíð á Laugarbakka í Miðfirði helgina 16. til 17. júní n.k. Dansleikir föstudags-og laugardagskvöld. Auk þess verður skemmtidagskrá og kaffihlaðborð á laugardeginum ásamt happdrætti með mörgum góðum vinningum.

Fyrsta harmonikuhátíð sumarsins á Borg í Grímsnesi.

Harmonikufélag Selfoss og Harmomikufélag Rangæinga sameina krafta sína og halda útileguhátíð á Borg í Grímsnesi um Hvítasunnuhelgina 2. til 4. júní n.k.

Harmonikublaðið maí 2017

Harmonikublaðið maí 2017 forsíða

Harmonikublaðið 1. tölublað 2017 er komið út. Þar er að finna auglýsingar um öll harmonikumót sumarsins og Landsmótið á Ísafirði. Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda, viðtöl, skemmtisögur, frásagnir af starfsemi harmonikufélaganna og margt fleira. Blaðið kemur úr þrisvar á ári og kostar kr. 2800 árgangurinn.  Þeir sem vilja gerast áskrifendur sendi tölvupóst á melkorka@harmonika.is með upplýsingum um nafn heimili og kennitölu. Eldri árgangar einnig fáanlegir.

Landsmót SIHU 2017 á Ísafirði

Þréttanda landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda verður haldið á Ísafirði þetta árið. Landsmótið fer fram dagana 26.júní til 2.júlí og verður dagskráin sem hér segir.

Fimmtudagur 29.júní
Kl.21:00 – 01:00 Dansleikir í Húsinu, Krúsinni og Edinborg. Harmonikufélagar af öllum landshornum leika og syngja.

Föstudagur 30.júní
Kl.14:00 Landsmótið sett.
Kl.15:00 Tónleikar harmonikufélaga í íþróttahúsinu
Kl.21:00-02:00 verða dansleikir í Húsinu, Krúsinni og Edinborg. Harmonikufélagar víðs vegar af landinu leika og syngja.

Laugardagur 1.júlí
kl.14:00 Tónleikar harmonikufélaga í íþróttahúsinu
Kl.17:00 Tónleikar Harmonikutríósins í Tríó.
Tríóið skipa: Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Jón Þorsteinn Reynisson og Jónas Ásgeir Ásgeirsson.
Kl.21:00-02:00 Stórdansleikur í íþróttahúsinu.
Harmonikufélagar víðs vegar að af landinu leika og syngja.

Miðasala frá fimmtudegi til laugardags frá kl.13:00 í íþróttahúsinu.

Fjölmennum á Ísafjörð þessa helgi og skemmtum okkur saman.

Veðrið í Reykjavík

Reykjavík
clear sky
8.8 ° C
9.4 °
7 °
87%
1.5kmh
0%
Mán
11 °
Þri
8 °
Mið
6 °
Fim
7 °
Fös
7 °

Veðrið á Ísafirði

Ísafjörður
clear sky
7.6 ° C
7.6 °
7.6 °
88%
6.1kmh
0%
Mán
5 °
Þri
4 °
Mið
5 °
Fim
5 °
Fös
7 °