8 C
Reykjavík
Miðvikudagur 24. október,2018
Heim Um S.Í.H.U.

Um S.Í.H.U.

Stjórn S.Í.H.U. nöfn, símanúmer og netföng:

Formaður: Gunnar Kvaran  alf7@mi.is
s- 568-3670 / 824-7610

Varaformaður: Jónas Þór Jóhannsson  jonas.thor@simnet.is
s- 471-1465 / 893-1001

Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir sigrunogvilli@gmail.com
s- 434-1207  / 861-5998

Gjaldkeri: Melkorka Benediktsdóttir melb.ss@simnet.is
s- 434-1223 / 869-9265

Meðstjórnandi: Filippía Sigurjónsdóttir 8208834@internet.is
s- 462-5534 / 820-8834

Varamaður: Pétur Bjarnason peturbjarna@internet.is
s- 456-4684 / 892-0855

Varamaður: Haraldur Konráðsson budarholl@simnet.is
s- 487-8578 / 893-4578

Umsjón með vef: Melkorka Benediktsdóttir melkorka@harmonika.is
s-869-9265

Kt. S.Í.H.U. 611103-4170

Lög S.Í.H.U.

Samþykkt á aðalfundi 24. september 2011

1.grein.

Sambandið heitir Samband íslenskra harmonikuunnenda skammstafað

S.Í.H.U. stofnað 3. maí 1981.

2.grein.

Markmið sambandsins er að stuðla að og efla harmonikuleik á Íslandi, kynna starf harmonikufélaga, efna til tónleikahalds, stuðla að útgáfu íslenskrar harmonikutónlistar og efla harmonikukennslu. Halda landsmót á þriggja ára fresti og einnig skal S.Í.H.U. stefna að því að halda ungmennalandsmót árlega.

(Ennfremur sjá reglugerð um markmið S.Í.H.U. vegna styrkja og verðlaunaveitinga.)

3.grein.

Öll starfandi harmonikufélög geta orðið aðilar að Sambandi íslenskra harmonikuunnenda, ef þau hafa starfað í eitt ár eða lengur. Einnig skulu þau starfa eftir almennum félagslögum, halda löglega boðaðan aðalfund árlega og skila S.Í.H.U. skrá með nöfnum stjórnarmanna og fjölda félaga. Árgjald sem er það sama fyrir öll aðildarfélög til sambandsins, skal ákvarðað á aðalfundi til eins árs í senn. Hafi aðildarfélög ekki farið að ofangreindu skulu þau strikuð út.

4.grein.

Stjórn sambandsins skipa fimm menn; Formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi, og tveir varamenn. Stjórnin er kosin til þriggja ára sem hér segir;

1 ár:  Formaður
2 ár:  Varaformaður og gjaldkeri
3 ár:  Ritari og meðstjórnandi
2 varamenn skulu kosnir til 1 árs í senn.
2 skoðunarmenn reikninga skulu kosnir til 1 árs í senn.

Nefndir á vegum sambandsins skulu skipaðar af stjórn sambandsins.

5. grein.

Aðalfundur skal haldinn árlega fyrir 1. október og skal til hans boðað með minnst fjögurra vikna fyrirvara. Hann skulu sitja kjörnir fulltrúar, einn frá hverju félagi auk formanns sem er sjálfkjörinn.

Sé stjórnarmaður S.Í.H.U. ekki formaður eða fulltrúi ákveðins aðildarfélags

skal hann hafa fullan atkvæðisrétt. Sama gildir um aðra boðaða fundi

sambandsins. Kjörnir fulltrúar skulu leggja fram kjörbréf.

Dagskrá aðalfundar;

1.   Fundarsetning

2.   Kosningar embættismanna fundarins

3.   Fundargerð síðasta aðalfundar

4.   Skýrsla formanns S.Í.H.U.

5.   Skýrslur nefnda

6.   Lagðir fram endurskoðaðir reikningar S.Í.H.U.

7.   Umræður um skýrslur og reikninga sambandsins og samþykkt þeirra

8.   Lagabreytingar, ef fram hafa komið, enda sé þeirra getið í fundarboði

9.   Kosningar samkvæmt 4. grein laga S.Í.H.U.

10.   Ákvörðun um árgjald samkvæmt 3. grein laga S.Í.H.U.

11.   Önnur mál

12.   Fundi slitið

6. grein.

S.Í.H.U. greiðir allan útlagðan kostnað stjórnarmanna við stjórnarfundi og aðalfund.

7. grein.

Aðildarfélög S.Í.H.U., sem falin er framkvæmd landsmóta, verða gerð ábyrg fyrir framkvæmd þeirra og skuldbindingum ásamt S.Í.H.U. Einn stjórnarmaður S.Í.H.U. skal sitja í framkvæmdanefnd mótsins hverju sinni. Verði tekjuafgangur af landsmóti renna 2/3 hlutar hans til S.Í.H.U. en 1/3 til mótshaldara. Uppgjöri vegna landsmóts skal skila á stöðluðu formi á næsta aðalfundi S.Í.H.U. eftir landsmót.

8. grein.

Tillögur um lagabreytingar skulu berast stjórn sambandsins eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir aðalfund. Stjórnin sendi tillögurnar til sambandsfélaganna eigi síðar en einum mánuði fyrir aðalfund.

9. grein.

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi.

10. grein.

Lög þessi öðlast þegar gildi.